Í fréttum er þetta helst....

31.03.2010 20:52

Mars 2010

 

March 30, 2010

Við prinsessurnar

Lea í Hestheimum sendi mér þessa mynd af okkur prinsessunum og ég verð bara að deila henni með ykkur. Það var svo FRÁBÆRLEGA GAMAN þessa helgi, takk takk aftur fyrir mig :o)

Posted by Selma at 10:55 PM | Comments (0)

March 22, 2010

Mögnuð prinsessuhelgi

Já ég er enn í skýjunum yfir helginni, hún var algjörlega mögnuð.

Var eitthvað að vafra um á Hestafréttum um daginn og sá auglýst prinsessunámskeið í Hestheimum. Lengi að pæla í þessu og sendi síðan mail á Siggu: "værirðu ekki til í að koma með mér í þetta......." og fékk strax til baka: "guð minn góður ég væri sko til í þetta námskeið" og þar með var nú sko ekki til baka snúið með það.

Fórum um miðjan dag og föstudag og vorum mættar á rauða dregilinn kl. 20.00. Frábær móttaka hjá Leu Helgu í Hestheimum, tekið var á móti okkur með gjöfum, kertaljósum, freyðivíni og súkkulaðihúðum jarðarberjum og fleira góðgæti. Í þessum hópi vorum við Sigga, 4 frábærar konur úr Vestmannaeyjum og hún Fanney frábæra af næsta bæ, snilldar hópur. Ég vissi ekki einu sinni að það væru hestar í Vestmannaeyjum en note bene nú get ég farið í reiðtúr með þeim þegar við förum á Landsmót lúðrasveita í byrjun maí. Geggjað :O)

Frábært kvöld, við prinsessurnar vorum svo saman í stórum "sumarbústað" með heitum potti og alles en okkur var nú dröslað á fætur eldsnemma á laugardagsmorgni í morgunmat og hann var nú aldeilis ekki af verri endanum, vá hvað hann var góður. Vorum komnar á hestbak kl. 10 og vorum fram að hádegi þá var auðvitað hádegismatur sem var svooooo góður, aftur á hestbak til 3 en þá var einkatími fyrir hverja og eina og svo var heiti potturinn og nudd, vá hvað þetta var FRÁBÆRT. Hún Barbara Meyer var að kenna okkur og hún er barasta snillingur snillingur og svo gaman hjá okkur. Eva nuddaði okkur og ég var svo vönkuð þegar ég kom úr nuddinu að ég hefði helst viljað sofna í klukkutíma á eftir en nei nei þá var sko kominn kvöldmatur og hann samanstóð af humri, nautafille og rabarbarapæ í eftirrétt............ ummmmm nammi nammi nammi, við vorum svo saddar að við ultum næstum niður í bústað.
Og af því prinsessur hafa víst alltaf nóg að gera vorum við mættar í morgunmat kl. 8 á sunnudagsmorgni og niður í hesthús kl 9.


Verð bara að segja það að þetta var bara SNILLD og ég er enn að ná mér niður eftir þetta. Algjörlega frábærlega skipulagt og skemmtilegt og gaman og góður matur og frábært fólk sem við kynntumst. Takk takk takk fyrir frábæra helgi.

Myndir komnar inní albúm :o)

Posted by Selma at 11:31 AM | Comments (3)

March 12, 2010

Alveg að koma vor :)

Veðrið er dásamlegt þessa dagana, fljótt að skipta um, síðasta helgi var hundleiðinleg hvað veður varðar.

Við fórum á bingó á Húnavöllum. Það var frábærlega gaman. Bjartmar ætlaði sko að vinna því hann fékk ekki bangsann úr tunnunni á öskudaginn og grenjaði yfir því þá heillengi :o)

Nú 1. happdrættisvinningurinn kom einmitt á hans miða og hann fékk fullan kassa af einhverju dóti þar á meðal hatt sem Sigurgeir er búinn að vera með á höfðinu síðan. Hann var ekkert smá glaður með þennan vinning. Það var rosalega margt fólk á bingóinu og þetta var hin besta skemmtun.

Á laugardag var stormað á Ís-landsmótið í ömurlegu veðri. Margir sem komu ekki en þeir sem komu létu það ekki á sig fá að ríða fram og til baka á ísnum í þessu ömurlega veðri. Margir flottir hestar og það var nú bara eiginlega gaman þó veðrið væri leiðinlegt..

Á sunnudeginum fórum við í Miðhús og þeir komust í að flytja rúllur með afa sínum, þeim þykir það aldrei leiðinlegt. Skruppum síðan í Þingeyrar og hittum Gunnar og Helgu. Afar notalegt.

Mánduag fór ég á Akureyri að kenna og kom seint heim og missti þar að leiðandi af tímanum mínum í tónó og Knapamerki 1, en ég er auðvitað orðin svo góð að ég þarf ekkert að mæta í þessa tíma .....

Þriðjudag var ég á Hvammstanga að kenna.

Miðvikudag sat ég við að klára verkefni sem ég þurfti að vera búin með fyrir miðvikudagskvöld og kláraði það :o)

Fimmtudag fór ég á Hvammstanga og svo var aðalfundur Neista og þar komu 3 nýjir í stjórn með mér Háin-3: Hjörtur, Höddi og Hólmar.

Föstudag kemst ég kannski á hestbak......

Laugardag ætla ég á námskeið á Hvanneyri um Hross í hollri vist og um næstu helgi ætlum við Sigga vinkona mín að láta dekra við okkur í Hestheimum :o)

Posted by Selma at 09:52 AM | Comments (0)

March 03, 2010

"Ræktin"

Það er nú allir dagar eins, eiginlega, ég mæti samviskusamlega í "ræktina" uppúr 8 3x í viku. Á meira segja salinn alveg ein í smá stund þegar allir þeir sem mæta 8 eru farnir uppúr 9. Voðalega gott að vera einn í eigin heimi.....

Helgin fór öll í að horfa á hesta. Á laugardag fór ég vestur á Hvammstanga á afmælis- og opnunarhátíð Þyts í nýju reiðhöllinni þeirra Þytsheimum. Bara flott og gaman að sjá flottar sýningar.

Sunnudagurinn fór í að horfa á ístölt á Hnjúkatjörn og taka myndir til að setja inná Neistasíðuna. Frábært veður og gott mót.

Strákarnir fór á skíði með pabba sínum í Tindastól og mér skilst að þeir séu orðnir rosalega færir og eru búnir að biðja mig um að koma með næst. Er ekkert sérstaklega til í það nema þá að hafa snjóþotu meðferðis :o)

Framundan er ístölt á Svínavatni, var algjörlega frábært mót í fyrra, vonum að veðurspáin verði hagstæð og það verði eins gaman í ár og fyrri ár.


Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar