Í fréttum er þetta helst....

30.09.2009 22:09

September 2009

September 30, 2009

Heim á morgun - jibbí ;)

Já það kemur líka að því að maður fer heim :)

Bjartmar tók því mjög rólega á laugardag og sunnudag. Við Sigurgeir fórum niður í bæ og hittum Elfu á laugardagseftirmiddag og það var mjög gott að komast aðeins út. Á sunnudag fórum við með Uli og Denis á The Children´s museum og það var vægast sagt alveg galið. Ég var uppgefin eftir hálftíma en Sigurgeir naut sín í botn.
Á mánudag fórum við öll, Bjartmar nokkuð góður orðinn, útí Sherborn að hitta Kay (86) og John (88) og það var yndislegt að hitta þau og alltaf jafngaman að vera á rúntinum með Kay. Ótrúlega fær að keyra þótt 86 ára sé.

Í dag bauð Elfa okkur á "passanum" sínum í Vísindasafnið og þar vorum við lengi, flott safn og mikið að sjá og alls ekki hægt að komast yfir allt á nokkrum klukkutímum, en strákarnir náðu því allavega að sjá unga koma úr eggjum. Geggjað. Fórum heim til Elfu og fengum grjónagraut og slátur. Ekki slæmt það og allir borðuðu sig pakksadda af því.
Takk Elfa og Gunnar fyrir notalegt kvöld.

HEIM Á MORGUN - JIBBBBBÍÍÍÍÍ.........

Posted by Selma at 02:02 AM | Comments (1)

September 26, 2009

Sprellisprækur

Jæja þá er stóri dagurinn búin og við sitjum hér með spurningarsvip :)
Aðgerðin gekk í sjálfu sér alveg frábærlega, tók eina 3 tíma sem við vissum í upphafi. Um 3 leytið kemur John til okkar og segir að Bjartmar sé bara búinn og hafi orðið mjög reiður þegar hann var vakinn, sagði einhver vel valin orð á íslensku. Við vissum það nú vel. Aðegðin hefði tekist mjög vel en útkoman var ekki alveg eins og hann hefði vonast eftir. Engar aukarásir voru að finna en það var það sem hann byrjaði á að gá að, 90% tilfella með slíkt, en þá er eitthvað annað sem við skildum ekki alveg til fulls hvað er, fáum að vita það allt hjá Hróðmari þegar við komum heim en hann allavega brenndi eitthvað sem gæti orskað þetta en þá er það auðvitað ekki 100% vitað hvort búið sé að komast fyrir lekann eður ei. Svo við förum bara heim, á miðvikudag og lítum svo á að þetta sé bara komið í lag þar til annað kemur í ljós.
Svo lá hann marflatur í 4 klukkutíma og horfði á sjónvarpið, drifinn framúr um 7 leytið og fór á klósettið og þeim fannst hann svo sprækur að við vorum bara send heim með verkjatöflur.
Sem sagt allir þreyttir eftir daginn. Elfa fékk Sigurgeir að láni og þau fóru á vísindasafnið. Yndislegt að eiga góða að. Takk takk Elfa mín.

Posted by Selma at 12:37 AM | Comments (10)

September 25, 2009

Fréttir frá Boston

Smá update frá Boston :)

Flugið út gekk frábærlega, þökk sé nýjum sjónvarpsskjám í
hverju sæti :)
Ég var auðvitað að missa mig yfir að fara í gegnum tollinn, minnug síðustu ferð en það gekk auðvitað eins og í sögu.
Vorum sótt á flugvöllinn og keyrð á Holiday Inn sem við erum á. Held endilega að arkitektinn sem ákvað gólfefnin á þessu hóteli hafi alveg misst sig, verð að taka myndir af því og setja hér inn. Alveg ótrúlega skrítin samsetning.

Nema hvað Bjartmar var svo þreyttur fyrstu 2 dagana að við fórum eiginlega ekki neitt. Hann hætti að taka lyfið sitt á sunnudag og var uppgefinn á mánudag og þriðjudag. Svaf lungað úr mánudeginum sem var bara gott. Sam var búinn að bjóða okkur út að borða á mánudagskvöldinu og fórum við á japanskan veitingastað hér rétt hjá. Það var áhugavert, borðuðum sushi sem við höfum aldrei gert en létum okkur auðvitað hafa það og það var reyndar bara mjög gott.
Á þriðjudag bauð Uli okkur út í bakarí og ég fékk mér svo hnausþykkt súkkulaði að mig hefur ekki langað í súkkulaði síðan. Vá hvað það var heavy. Við fórum á kebab (heitir það ekki það) stað á þriðjudagskvöld og Beggi pantaði sér einhvern rétt dagsins og þegar hann kom þá var akkúrat ekkert kjöt í honum og við hlógum að honum allt kvöldið. Hann var sko ekki að "fíla" það að fá ekki kjöt og fékk sér mikið egg og beikon morguninn eftir. Já hér er maður ekki að missa nein kíló, heldur bæta þeim á sig, egg og beikon, hamborgarar, súkkulaði, pizza og allt þetta sem er næstum því á bannlista heima. Spurning á yfirvigt á leiðinni heim :)
Fórum niður í bæ í gær og chilluðum þar, alltaf gaman að koma þar.
Í morgun var mæting á Children´s Hospital og þar alls konar pappírar fylltir út, hittum lækninn, hjúkrunarkonurnar, svæfinarlækninn og ég veit ekki hvern. Elfa kom og hjálpaði okkur að villast ekki um gangana og þýða það sem við skildum ekki. Yndislegt að hafa einhvern sem maður þekkir og veit hvernig hlutirnir virka. Okkur var sagt ALLT sem manni getur dottið í hug að þurfa að vita, allt fyrir aðgerð, hvernig aðgerðin er gerð og hvað er verið að leita eftir og hvað hugsanlega gæti farið úrskeiðis og hvað er gert eftir aðgerð. Munum kannski ekki alveg allt en allavega aðalatriðin. Þetta er frábær spítali og frábært fólk sem vinnur þarna.
Svo er bara mæting kl. 10 á morgun og hjartaþræðinging og aðgerðin um hádegi.
Bestu kveðjur heim til allra :)

Posted by Selma at 12:42 AM | Comments (1)

September 19, 2009

Ferðbúin

Veðrið er geggjað.
Stelpurnar komu í morgunkaffi og það var svo notalegt.

Lánaði Ragga og Söndru merarnar mínar í smölun á Laxárdalinn, lánaði líka hnakkinn minn og beisli og hjálmurinn fór líka. Allt í láni, ekki plati.

Búin að skúra og taka saman dót og ferðinni er heitið til mömmu í nótt og svo til Boston á morgun :)

Posted by Selma at 01:26 PM | Comments (0)

September 15, 2009

Senn líður að......

Jább Bostonferð er að skella á, ég hlakka til og kvíði fyrir.....

En við mættum í réttir föstudag, laugardag og sunnudag að sjálfsögðu. Alltaf jafngaman að fara í þær, veðrið var frábært nema svolítil rigning á föstudeginum :)
Sigurgeir stóð sig vel í að draga að sér fé....

og Eva Dögg kom og dró fyrir Kornsá eins og undanfarin ár. Bjartmar knúsar hana :)

og svo var rekið heim úr Sveinsstaðaréttinni en þeir mættu sko á hjólum núna, nenntu ekki að labba .....

Dásamlegir dagar og gott veður og myndir komnar í albúm :)

Bjartmar mætti í sinn fyrsta blokkflaututíma í dag og er búinn að spila fyrir mig alla bókina sem hann fékk. Svo flott hjá honum.
Sigurgeir er líka farinn að læra á gítar og þeir tóku lag saman....

Posted by Selma at 09:31 PM | Comments (2)

September 05, 2009

Sauðárkrókur og föstudagsbakstur

Mikið óskaplega er gott að hafa google :) Eitt kvöldið segir Bjartmar við mig, mamma viltu syngja fyrir mig...... vá ég kann enga texta og hef aldrei kunnað og gjörsamlega vonlaus að syngja. Nema hvað gúgglaði auðvitað og syng á hverju kvöldi :)

Hefðbundnar Sauðárkrókskennsluferðir og föstudagsbakstur
hófust í gær :)
Var mætt í gærmorgun kl. 9.30 á planið hjá vistinni og við Elín Hulda, hestakelling, tókum góðan rúnt og það var mikið gaman hjá okkur hestakellingunum.
Þverárfjallsvegur samt alltaf jafn glataður en samt miklu betri en að þurfa að fara framfyrir yfir Vatnskarðið. Að taka fram úr vörubílum á Þverárfjalli er hin minnsta skemmtun og maður bíður eiginlega eftir því að rekast utan í vörubílinn meðan maður fer fram úr eða lenda of utarlega, barasta ekkert pláss :/

Sigurgeir, Albert og Bjartmar hófust handa við baksturinn um leið og þeir komu heim úr skólanum í gær, skrifuðu niður hvað vantaði og löbbuð svo alla leið í búðina, af því það tekur ekki nema 1 mín :o)
Hnoðuðu í snúða og á meðan þeir lyftu sér var skellt í súkkulaðibitamuffins.
Hér er Bjartmar að saxa súkkulaðið..... hann missti sína fyrstu tönn um síðustu helgi og geymir hana í boxi. Tannálfurinn átti sko ekki að fá hana.

og Sigurgeir og Albert í góðri samvinnu við að finna réttu hlutföllin á smörlíkinu :)

Fórum líka í berjamó í vikunni :o)

Veðrið er alveg geggjað svo kannski maður kíki í Auðkúlurétt
í dag, fer sjaldan þangað þar sem hún er yfirleitt sama
dag og Undirfellsrétt.

Posted by Selma at 08:29 AM | Comments (0)

September 02, 2009

1. saumó vetrarins :)

Vá hvað var notalegt að hitta stelpurnar í gærkvöldi, mjög góð mæting og svakalega djúsí kökur. Frábært takk takk fyrir.

Það var nú ýmislegt gert í gær, við Bjartmar mættum í tónó, hann ætlar að læra á blokkflautu hjá Stefáni. Það var mjög spennandi.
Fórum síðan og náðum í merarnar sem eru orðnar feitar á að vera í loðna hólfinu hans Helga....

og Raggi tók þær upp í Efri-Mýrar þar sem þær ætla að vera
í vinnu um réttirnar og svo tek ég þær einhvern tímann síðar í haust :)

Svo brunuðum við í Þingeyrar og hittum Háfeta, hann er orðinn
stór og myndarlegur.....

vildi samt alveg spjalla aðeins :o)

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar