Í fréttum er þetta helst....

30.06.2009 22:03

Júní 2009

June 29, 2009

Ég lofaði myndum :o)

Bíllinn er enn á verkstæði og ég orðin svolítið brúnaþung, held að þeir á verkstæðinu þori ekki að hringja í mig......

En hvað um það Gummi er í góðum gír, búinn að fá sér Benz hlaupahjól, nei göngugrind var það víst og hleypur um alla ganga :o)

Dreif mig í kvennareiðina á föstudaginn með 30 öðrum konum. Fórum frá Stóru-Borg og yfir Hópið sem var bara snilld...

Við Guðrún Blöndal, ég og Jóna Fanney eigum allar afmæli 17. ágúst og erum auðvitað langflottastar :o)

Þar sem ég var nú ekki búin að skoða járningar nægjanlega vel á henni Hátíð minni þá voru þær greinilega ekki alveg að gera sig og brotnaði hófurinn á henni rétt þegar við vorum að koma heim að Þingeyrum, sem betur fer ekki fyrr en slæmt samt.

Á laugardaginn héldum við nokkrar gellur áfram til Blönduóss og tókum Jón Ragnar með okkur. Það var alveg frábærlega flott ferð líka. Þá fór ég með Hugrúnu og Toppu en Toppa kom með Helgu Dögg frá Hæli í kvennareiðina og ég skipti við þau, þau tóku Hátíð í Hæli en ég tók Toppu til Blönduóss.

Svo á ég hérna 2 myndir af ljótustu meri Íslands .....

Svo á ég líka myndir af þeim systrum Hrímu og Hátíð á félagsmótinu...

og frænkum þeirra, systrum undan Hrym, önnur frá Steinnesi og hin frá Sauðanesi :o)

Læt svo fylgja myndir frá flottasta útsýninu, eruð þið hissa þótt ég vilji hafa eitthvað útsýni frá mínu húsi þegar maður er alinn upp við þetta útsýni, þ.e. ég bjó ekki uppá hólnum heldur auðvitað bara heima í Miðhúsum :o)

Fórum sem sagt í Þórdísarlundinn um daginn og hlupum uppá hóla. Tók myndir af Miðhúsum auðvitað. Enduðum í kaffi í húsbílunum þeirra Guggu og Bróa sem voru í útilegu við lundinn, alveg frábært :o)


Posted by Selma at 10:15 PM | Comments (0)

June 25, 2009

Er í "sumarfríi"

Já ekki að ég hafi valið sérstaklega sumarfríið mitt í ár og er nú ekkert sérstaklega upprifin en svona er þetta nú. Bíllinn minn er veikur og þá að sjálfsögðu geri ég ekki neitt nema vera heima. Hef svo sem heilmikið að gera hér heima en auðvitað nenni ég því ekki þar sem það fer svo mikill tími í að hugsa um það hvenær ég fæ bílinn af verkstæði.
Kúplingin og allt heila draslið gafst upp og hann var alla síðustu viku á verkstæði og ég þá auðvitað í "sumarfríi". Í gær voru einhver undarleg hljóð og mætti ég með hann í morgun og þá voru heilu mótorfestingarnar bara farnar, ég fór heim alveg í sjokki og bara undir sæng fram að hádegi og hef bara ekki hringt aftur til að tékka á málum. Arg og garg..............

Jæja en ég ætla allavega í kvennareiðina á morgun, búin að fá flutning á hrossi og mér sjálfri. Það verður bara gaman að fara yfir Hópið. Hef ekki farið það MJÖG LENGI og aldri á henni Hátíð minni. Kemst ekkert á hestbak þessa dagana og er búin að senda þær í sumarbúðir til Jonna, þ.e. Hátíð og Hugrúnu. Þær verða að hafa eitthvað að gera og hann, Jonni er að fara í hestaferðir með úddara og þær komast því í skemmtiferðir :o)

Sendi Sigurgeir líka í sveit, hann fór til afa síns í Miðhúsum og þeir flytja fé á heiði á hverjum degi sem er voðalega gaman. Ég væri alveg til í þá vinnu. Hann vill bara vera áfram sem er gott :o)

Allt gott að frétta af Gumma hann er víst farinn að hlaupa fram á gang í göngugrind, bætti eigið met um 200% í dag þegar hann komst fram á gang og til baka. Algjörlega frábært.

Posted by Selma at 10:05 PM | Comments (0)

June 21, 2009

Án mynda

Ég hendi hérna inn nokkrum línum án mynda aftur, bara hef ekki orku í myndir þessa dagana.
En frá 8. júní þá er búið að vera félagsmót Neista og úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Það tók 3 daga (fyrir mig) að stússast við það. Þegar það var búið tók 17. júní við og við Neistafólk höfðum umsjón með hátíðarhöldunum hér, "blésum" í blöðrur, bökuðum vöfflur og sitt hvað fleira. Þegar það var búið fórum við suður með Bjartmar í skoðun hjá hjartalækninum honum Hróðmari og hann fékk súperskoðun en við förum einhvern tíman í sumar/haust til Boston.
Gummi bróðir slasaðist illa við vinnu á fimmtudag og mölbraut á sér ökkla, 2-3 hryggjaliði og hendi en aðgerð heppnaðist ofboðslega vel og allt gekk vel svo hann er að koma til. Við skruppum aðeins að kíkja á hann áður en við fórum heim á föstudag og mikið var gott að knúsa hann.
Á laugardag og sunnudag voru Smábæjarleikarnir og tókust þeir frábærlega. Virkilega skemmtilegt og heppnuðust vel. Frábært fólk sem stendur að þessu.

Meira síðar..................

Posted by Selma at 09:41 PM | Comments (0)

June 08, 2009

Flutningar og margt margt fleira :o)

Já hér var síðast skrifað 24. maí, eitthvað hefur nú gerst síðan, hef ekki alveg haft tíma en hér kemur smá......

Fékk Bryndísi til að koma og taka dótið á litla sendibílnum á miðvikudagskvöldið 27. maí. Það gekk afar vel og fórum við tvær ferðir. Eiður og Matthías komu og báru með okkur allt sem
heitir þungt :o)
Sváfum fyrstu nóttina í nýja húsinu okkar þá nótt en það endaði nú ekki betur en svo að Bjartmar vaknar upp um miðja nótt og er með "kast" og ég hringi alveg meidei í Begga sem kom, mikið rosalega var hann lengi á leiðinni, alla leið af brekkunni :/
Þetta var í þriðja sinn sem hann fær svona kast og svo sem ekki vitað af hverju það stafaði en Beggi mæli hann þarna um nóttina og þá var hann með yfir 200 í púls. Fór með hann uppá sjúkrahús um morguninn og þar hittum við frábæran lækni sem hringdi í hjartalækni fyrir sunnan, setti hann í hjartalínurit og við vorum send suður með hann um hádegi.
Mættum á Barnadeildina, höfum nú nokkrum sinnum komið þar áður :o) og hittum Hróðmar og hans fólk. Bjartmar var settur aftur í hjartarita og enn mældist takturinn yfir 200 svo hann fékk lyf sem átti að koma slættinum í réttan takt en það virkaði ekki svo hann var svæfður um 18.oo og stuð átti að koma honum í réttan takt en það virkaði ekki fyrr en við þriðja stuðið. Hann hefur í orðsins fyllstu merkingu verið í ótrúlega miklu stuði síðan, þ.e. Bjartmar, bara allt annað barn :o)
En Hróðmar telur þetta vera einhverja aukrás sem hægt er að brenna í burtu en það er ekki hægt að gera það hér heima heldur er för okkar heitið til Boston í hjartaþræðingu sem allt þetta verður skoðað þar, eftir u.þ.b. 2-3 mánuði. Mikið óskaplega varð ég fegin að það er búið að finna út úr þessu.

Nú við gistum í Reykjavík, fórum bara eins og við stóðum og tókum meira segja hundinn með svo við S-in gistum hjá mömmu og Beggi og Bjartmar á spítalanum. Bjartmar var nú nokkuð góður þegar hann var að fara í svæfinu og sagði við Hróðmar, ert þú í fýlu eða hvað.... og daginn eftir þú ert ekkert í fýlu lengur.

Hann var svo sprækur daginn eftir að við vorum útskrifuð fyrir 10 og þá var brunað heim til að ná útskriftinni hans Bjartmars sem var kl. 13.00 og náðum við því, svo skemmtilegt :o)

Laugardag og sunnudag var ég að pakka og Bryndís, Eiður og Matthías komu á sunnudag og tóku rest af dótinu og ég náði að þrífa og klára á þriðjudagskvöldi 2. júní og á Mýrarbraut hefur allt verið í drasli síðan ...... en búin að taka uppúr nokkrum kössum, slá garðinn og svo er verið að mála og einn góðan veðurdag verður bara allt orðið fínt hérna.

Nú útskriftin hans Sigurgeirs var 2. júní og það var gott að það er komið frí enda bara sofið fram að hádegi þessa dagana.....

Nú svo voru kynbótasýningar í síðustu viku og Sibba sýndi hana Hátíð mína sem er víst ljótasta hross á Íslandi samkvæmt dómurunum en hún kom vel út úr hæfileikadóm og við Sibba erum bara rosalega glaðar með það og það er nú fyrir mestu.

Þetta var svona smá, reyni að koma með eitthvað af myndum fljótlega :o)

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar