Í fréttum er þetta helst....

30.04.2009 21:59

Apríl 2009

April 28, 2009

Ennþá nóg að gera

Já það er ekkert lát á því að það er alltaf nóg að gera.

Á sumardaginn fyrsta var sumarskemmtun Grunnskólans en þar skemmtu nemendur úr 1. - 7. bekk okkur með söng og leik. Nokkur frumsamin leikverk voru flutt og var það virkilega gaman á að horfa.
Hér eru Kristófer Skúli og Sigurgeir í sínum hlutverkum :o)
24.04.2009-005.jpg

Á sunnudag fórum við í fermingarveislu hjá Elínborgu Telmu. Ég fór í fermingarmessuna, var að taka hana út þar sem ég er búin að fara bæði á Akureyri og í Bessastaðakirkju og ég verð að segja að kirkjan á Blönduósi er sú allra minnst kirkjulegust, bæði að utan og innan.
En messan var falleg og endaði með skemmtilegu spili hjá Fermingarbandinu, nokkrir krakkar úr Grunnskólanum. Myndir má sjá á Jóni Sig.

Veislan hennar Elínborgar var í Víðihlíð og það var rosaflott og gaman að fá að vera með þeim þennan dag, yndislegt. Takk takk fyrir okkur.
26.04.2009-016.jpg

Guðrún gerði auðvitað allar skreytingar sem voru geggjað flottar.
Ég var sérstaklega hrifinn af litnum sem þær notuðu....
26.04.2009-001.jpg

.
.
Á leiðinni heim komum við við í Miðhúsum, aðeins að fá meira sveitaloft í lungun.
Það var eins og alltaf stuð að koma þangað.
Sigurgeir tók rúnt á liðléttingnum ....
26.04.2009-027.jpg

og Bjartmar hjálpaði Eið að gefa......
26.04.2009-030.jpg

er svona að spá hvort hyrndar ....
26.04.2009-022.jpg

eða kollóttar kindur eru fallegri...
26.04.2009-023.jpg


og svo er alveg yfirdrifið nóg að gera framundan....
í dag er námskeið hjá Sigurgeiri í knapamerki 1...
á morgun eru tónleikar hjá Tónlistarskólanum og Bjartmar er að fara í útskriftarferð með leikskólanum, kemur heim á fimmtudag...
á fimmtudag er æfing fyrir Æskan og hesturinn sem verður á Akureyri á laugardag....
á föstudag er ég að hugsa um að kenna á Hvammstanga...
á laugardag að vera á Akureyri á Æskan og hesturinn....
á sunnudag er ég að pæla í að hvíla mig bara og fara á hestbak :o)

Posted by Selma at 08:22 AM | Comments (2)

April 27, 2009

Kynbótasýning

Kynbótasýningar eru byrjaðar, Tryggvi mætti með 9 hross á Sauðárkrók sl. föstudag og stóð sig barasta vel. Eitt af hrossunum var Hildur 4 vetra undan Hlökk og Adam frá Ásmundarstöðum og kom hún bara vel út, fékk 7.86 í aðaleinkunn.
tryggvi-317.jpg

Hún var með 8.16 í byggingu sem er það sama og Hríma og Hrymur eru með. Er það ekki skondið. Það sem mér finnst asnalegt við byggingareinkunn er prúðleiki en það er hvað mikið fax er á hrossinu. Hún er með 6.0 í prúðleika, Hríma var með 7,5 og Hrymur 8,5. Ef ég og Gummi bróður færum í byggingadóm þá væri ég sennilega með 6 af því ég er ekki með sítt hár og það hangir ekki yfir andlitinu á mér og hann með 0 því hann er sköllóttur. Annars finnst mér ekkert eins leiðinlegt og að sjá hross með hárið yfir allt andlitið, niður á nef, en það er víst það allra flottasta. Ég vil sjá andlitið og augun. Held það sé afar leiðinlegt fyrir það hross að sjá aldrei neitt út allan veturinn meðan það hangir í stíunni sinni og hreyfir sig ekki neitt.
Sé einhvern veginn ekki fyrir mér að við mennirnir nennum að hafa svoleiðis hár, annaðhvort klippum við það sem er fyrir okkur eða við tökum frá andlitinu. Ég held það væri ekki spennandi að sitja til borðs með fólki og sjá ekki í andlitið á einum einasta manni fyrir hári.

En hvað um það þá þá fékk Hildur 7.67 í hæfileikum sem er nú bara fínt hjá 4 vetra tryppi. Reynar finnst mér alveg fáránlegt að klárhross og alhliða hross þurfi bæði að vera með skeið. Mér finnst bara að klárhross séu bara klárhross og alhliða hross séu bara alhliða hross og það eigi að taka út skeiðeinkunn í kynbótasýningum á klárhrossum enda keppa þau sem slík þ.e. það sem þau eru, í öllum keppnum nema til kynbóta. Afar skrítið eitthvað. Ég meina aldrei færi ég að keppa í 7 þraut ef ég væri skíðamaður og fengi þar af leiðandi ekki einkunn fyrir það.

Jæja en við mannfólkið erum svo frábær við búum eitthvað til fyrir skepnur sem kemur vel út fyrir okkur, ekki endilega fyrri þau.

Posted by Selma at 10:28 PM | Comments (0)

April 19, 2009

Frábær helgi

Fórum á Akureyri um helgina :o)

Fór á föstudag og kenndi krökkunum mínum á Akureyri. Alltaf svo gaman að hitta þau.

Á laugardag var fermingingin hans Magnúsar og byrjuðum við daginn á messu í Akureyrarkirkju. Afar falleg og glaðleg stund.
Veislan var haldin í Þelamerkurskóla og það var algjör snilld. Góður matur, notalegur salur og allt eitthvað svo krúttlegt.
Hér er Valur, afmælisbarn og Jóhanna með prinsinn sinn að bjóða alla velkomna :o)
ferming-magnusar-086.jpg

Krakkarnir skemmtu sér úti enda aðstaðan frábær.
Jenný, Elvar og Bjartmar að róla....
ferming-magnusar-060.jpg

og Magnús strauk smástund úr veislunni og fór í fótbolta ....
ferming-magnusar-174.jpg

svo náðist mynd af þeim nöfnum að rúlla augunum upp.......
ferming-magnusar-162.jpg

Um kvöldið fór ég á Fákar og fjör, opnunarhátíð nýju Reiðhallarinnar
á Akureyri
. Sá þar margt skemmtilegt en eftirminnilegasti hesturinn var Ás frá Ármóti. Sýningin var alveg ágæt nema alltof löng eins þær vilja oft verða.

Í dag komum við svo við hjá Valla og Jóhönnu og svo í bíó og svo heim. Alveg frábær helgi og takk takk fyrir mig :o)

Posted by Selma at 10:11 PM | Comments (2)

April 14, 2009

Datt af baki

Já já gamlan datt af baki í gær sem er ekki í frásögur færandi en ég upplifði þetta eins og verið væri að sýna það hægt. Hugrún (það er sú brúna) hnaut og komst ekki upp aftur heldur fór einhvern veginn svona hægt fram fyrir sig og ég einhvern veginn fram af henni. Meiddi mig ekkert og hún ekki heldur, hún varð bara hissa og ég líka.

Nú það er nóg að gera alla daga, maður finnur sér þá eitthvað ef ekkert er.....
Skrapp suður í Mos á fimmtudag að ná í Sigurgeir en hann var búinn að vera í Hveragerði hjá vinum sínum. Erla Rut sem býr á Selfossi tók hann með í Mos en hún var að fara í fermingarveislu þar.

Á föstudag skruppum við í Miðhús að skoða lömbin......
Auðvitað teknar myndir af öllum með lamb.....
neistamot-003.jpg

neistamot-007.jpg

neistamot-008.jpg

Á laugardag var innanfélagsmót Neista í Reiðhöllinni og Sigurgeir fór á Hrók og varð í 5. sæti. Bara gott hjá honum þar sem hann hefur nú ekki keppt neitt síðan í fyrrasumar og ekki heldur á Hrók....
neistamot-044.jpg

Á sunnudag var súkkulaði kvótinn etinn fyrir restina af árinu, ætla aldrei að kaupa páskaegg aftur þ.e. ekki handa mér, ég borða það bara allt. Samt ekki tekin mynd af mér við það heldur strákunum :o)
12.04.2009-006.jpg

12.04.2009-007.jpg

Ég er svo menningarleg að ég fer orðið á tónleika um hverja helgi. Í gær voru páskatónleikar í Blönduóskirkju þar sem kórarnir í Blönduósskirkju og Hólaneskirkju ásamt 8 einsöngvurum og hljómsveit fluttu tónlist úr rokkóperunni Jesus Christ Superstar og fleiri lög. Alveg meiriháttar flott og gaman. Sjá á huni.is

Posted by Selma at 08:21 AM | Comments (2)

April 06, 2009

Ferming og tónleikar

Dagurinn í gær var frábær, algjörlega frábær, byrjaði með messu í Bessastaðakirkju og endaði með tónleikum í Skagastrandarkirkju :o)

Þórgnýr frændi minn var fermdur í gær og fórum við mamma í fermingarmessuna sem var afar falleg og skemmtileg. Veislan var heima hjá þeim á Álftanesinu, ekkert mál að raða inn nokkrum borðum og stólum og geyma sófasettið útí sendibíl á meðan, svo flott hjá þeim :)
Hér eru þau Jóhanna og Albert með prinsinn :o)
ferming-thorgnys-092.jpg

matur og kökur auðvitað rosalega gott ....
Þórgnýr að næla sér í kökubita....
ferming-thorgnys-150.jpg

Eins og mér einni er lagið þá náði ég systkinum mínum í myndatöku, þeim finnst það svo gaman. Núna náði ég bæði móður og föðurmegin, þ.e. af þeim sem komu, 2 komu frá Noregi, Eiður var auðvitað farinn eins og alltaf þegar ég ætla að ná myndum af öllum saman, en hér eru:
Svavar, Gunnar, Valur, Fanney, Gummi, Selma, Siggi og Albert
ferming-thorgnys-206.jpg

Alveg yndislegur dagur, takk takk fyrir mig :o)

Kl. 17.00 stökk ég af stað til Skagastrandar því þar ætlaði ég að vera mætt á tónleika með Eivöru kl. 20:30 og náði því :) Við fórum nokkrar úr saumó og pössuðu þær sæti fyrir mig þar til ég mætti á svæðið :o)
Algjörlega frábærir tónleikar, mögnuð söngkona, snilld, algjör snilld.

Sigurgeir er í Hveragerði hjá Davíð vini sínum. Hann hitti vin sinn
Jóhann Hrafn í Reykjavík á föstudagskvöld og laugardag og það var svo gaman hjá þeim. Þeir hafa ekki hist lengi og föðmuðust innilega þeir hittust, svo gott að halda góðu sambandi. Hér er svo mynd af þeim saman heima hjá mömmu :o)
ferming-thorgnys-006.jpg

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar