Í fréttum er þetta helst....

31.01.2009 21:54

Janúar 2009

January 31, 2009

Flottir hestar

Sá aldeilis ofboðslega fallegar merar hjá Tryggva í gær,
enda báðar gráar og ættaðar frá mér :)
Hríma kellingin, sem er á 14.v. og búin að eiga 7 folöld, er geld og því komin inn, á járn og af myndum að dæma þá hefur hún engu gleymt....

og svo fær maður nammi fyrir sýninguna :)

Þessi er á fjórða vetur, heitir Hildur og er undan Adam frá Ásmundarstöðum og er ekki síðri en sú eldri .......

Var að taka myndir fyrir Tryggva og náði þessum frábæru
myndum af honum og Braga frá Kópavogi sem er bara flottur
og Tryggvi auðvitað líka ....

og Penni frá Glæsibæ er líka flottur, stór og myndarlegur tinnusvartur....

Sem sagt svakalega flottir hestar og geggjað veður nema mér fannst svo kalt að ég nennti ekki á hestbak :-|

Posted by Selma at 09:27 AM | Comments (0)

January 29, 2009

Meira af reiðnámskeiðum :)

Við Bjartmar fórum á námskeið í kvöld og það var nú svolítið þreyttur drengur sem kom heim eftir það. Ég er það reyndar líka, afskaplega þreytandi að "þurfa" að ganga svona marga hringi í reiðhöllinni :)
En hér koma myndir af okkur, ég að stilla hjálminn :)
byrjendahopar-058.jpg

bíðum eftir leiðbeiningum frá Sibbu....
byrjendahopar-073.jpg

og hér erum við komin af stað, svo gaman hjá okkur :)
byrjendahopar-086.jpg

Sigurgeir var á bekkjarkvöldi í skólanum og kom mjög þreyttur heim svo gaman hjá honum. Þannig að þetta var bara skemmtilegur dagur.

Posted by Selma at 09:47 PM | Comments (0)

January 27, 2009

Loksins

Jæja loksins gerist eitthvað hérna :)

Ekki það að það sé ekki nóg að gera en það er bara venjulegt og það skrifar maður ekki um. Ég fór reyndar á Blönduós þorrablótið og það var bara gaman þar ?? hvort maður skelli sér ekki bara líka á hreppablótið.......

En allavega þá eru reiðnámskeiðin hjá krökkunum byrjuð, það eru u.þ.b. 50 börn skráð á námskeið og byrjaði Sigurgeir í dag í knapamerki 1. Þar sem ég á ekki barnhæft hross fengum við hana
Birnu lánaða hjá þeim Sonju og Hauki í Hvammi. Brunaði ég þangað í dag til að ná í hana og fékk hana járnaða og fína, takk takk fyrir það.

Á meðan beðið var eftir að tíminn byrjaði fékk Bjartmar að teyma Birnu um reiðhöllina og það fannst honum voðalega gaman. Hann fer sjálfur á námskeið á fimmtudaginn ....
knapamerki-3-001.jpg

á meðan Sandra Marín reiðkennari var að kynnast krökkunum
tók ég mynd af Sigurgeiri og Birnu :)
knapamerki-3-006.jpg

og svo var farið á bak og riðið um höllina....
knapamerki-3-027.jpg

Eftir verklega tímann var bóklegur tími.
Ég setti myndir inn á vef Hestamannafélagsins okkar

Posted by Selma at 09:31 PM | Comments (0)

January 13, 2009

Hljóp á mig

Ég hljóp á mig í gær en fótboltaæfingarnar eru auðvitað byrjaðar hvað annað. Hvöt stendur mjög vel að þessum æfingum fyrir krakkana og á maður að meta það. Ég ét því allt ofan í mig það sem ég skrifaði
í gær :-|

Hér kom maður í gær með nýjan silung handa okkur. Það er ekki nóg með það að hann veiði fisk út um allan sjó heldur þegar hann er heima hjá sér á Helgavatni fer hann í tjörnina og veiðir þar :)
Þarna á ég við hann Val bróðir minn, takk takk Valli minn. Afar góður silungur og smakkaðist vel.

Posted by Selma at 04:41 PM | Comments (0)

January 12, 2009

Sem ég segi

Það er sem ég segi annaðhvort gerist ekkert eða alltof mikið :)

Svo sem ekkert nýtt, skólinn auðvitað byrjaður fyrir löngu svo allt er í góðum gír þar. Fótboltinn er ekki byrjaður, hann byrjaði ekki fyrr en rétt fyrir jól í haust og kannski byrjar hann ekki fyrr en undir páska núna. Held það væri rétt að skoða það hvort væri ekki bara ráð að fá einhvern til að æfa handbolta eða jafnvel körfubolta. Ekki að ég ætli að gera það, kann því miður ekkert í þessu og get þeim mun minna. Hef heldur ekki leitað eftir því hvað veldur þessu með fótboltann. Frjálsar eru allavega byrjaðar en þær eru á miðvikudögum, sama dag og lúðrasveitaæfinar :-| og svo eru reiðnámskeiðin að fara að byrja svo mér er svo sem sama með fótboltann, ekki Sigurgeiri.

En að öðru. Held að Sigurgeir sé alveg búinn að ná úr mér húsmóðurhlutverkinu, ekki að ég hafi haft mikið af því :) en hann bakaði í dag þessar dýrindis muffins, ætlaði nú að hætta þessu kökuáti en ég stenst þær auðvitað ekki þegar þær eru fyrir farman mig :)
Hann tók fram prjónana um daginn og er að prjóna trefil, meira en ég get sagt því ég er enn ekki búin með bjöllurnar sem ég ætlaði að klára fyrir jólin en það koma víst aftur jól að ári.

Á laugardagsmorguninn sáum við Angela um kaffimorgunn í Reiðhöllinni. Það var rosalega notalegt og auðvitað mjög gott með kaffinu. Fór á Hátið, oft nefnd Grána, á sunnudag og það er lang best að fara fyrir hádegi því þá er enginn í Reiðhöllinni og yfirleitt enginn á stjái þarna uppfrá :)

Annað bara gott.......

Posted by Selma at 09:59 PM | Comments (0)

January 01, 2009

Gleðilegt ár

Nýtt ár heilsaði með afar fallegu veðri og gamla árið kvaddi með sama fallega veðrinu. Vona að nýja árið verði eins fallegt og gott eins og veðrið var í dag.

Nú hvert var ég komin í síðustu færslu :o)

Á annan í jólum var skemmtun í Félagsheimilinu til heiðurs Skarphéðni sem var 60 ára í haust og er skólastjóri Tónlistarskólans. Sigurgeir var að spila með Lúðrasveitinni svo við fórum öll þangað. Margir sem spiluðu og það var fullt út úr dyrum og alveg frábærlega gaman enda er Skarphéðinn líka frábær.
Hér er Skarphéðinn að stjórna núverandi Lúðrasveit.

Á laugardag var hér norskt-íslenskt ættarmót en Gummi og Hulda komu með Heiðu, Ingu og Garðar alla leið hingað norður en bara úr Reykjavík, ekki frá Noregi, þau voru þar yfir hátíðarnar. Þeim langaði að kíkja á mig hér svo ég slapp alveg við það að bruna suður sem var bara gott.
Við Inga fórum á hestbak á Hátíð......

og Garðar gaf Kol að borða......

Gummi lagði sig....

Hulda, Heiða og Inga að spá í lopaliti á Ístex.is því Hulda ætlar að prjóna vesti á Ingu og mig :o)

Á sunnudag fór ég í heimsókn, loksins, út í Lækjardal að heimsækja Angelu, Kristján og auðvitað Hlökk og Háfeta.
Þeim fannst nú ekkert leiðinlegt að hitta mig .....
hlokk-28.12.2008-006.jpg

hlokk-28.12.2008-012.jpg

hlokk-28.12.2008-017.jpg

Háfeta finnst heldur ekkert leiðinlegt með Angelu :o)
hlokk-28.12.2008-019.jpg

og ekki með mér heldur :o)
hlokk-28.12.2008-026.jpg

Þessi mynd kom frá Angelu í dag,
ummmmmm nammi nammi gott hey :o)


Ármótin voru mjög hefðbundin. Fanney, Óskar og strákarnir komu í gærkvöldi og Eiður líka. Við borðuðum mikið og skutum upp "svolítið" af flugeldum í alveg frábæru veðri, held það hafi nú tekið um klukkutíma að skjóta öllu þessu dóti upp .....

Eiður og Óskar....

Garðar, Bjartmar, Sigureir og Bergþór

Óskar og Guðmar

og Bjartmar "ekki" í ljósum logum bara með blys :o)

Afar róleg og notalegt áramót.

Í dag fórum við í heimsókn í Miðhús og Bjartmar fór margar ferðir með afa sínum að ná í rúllur og Sigurgeir hjálpaði Eið að keyra liðléttinginn milli húsa. Voðalega gaman.

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar