Í fréttum er þetta helst....

31.05.2008 21:25

Maí 2008

May 30, 2008

Fegin

Vá hvað ég er fegin að vera ekki í Hveragerði en hugur minn var fyrir sunnan í gær og mikið ofboðslega hefði ég orðið hrædd ef ég hefði verið þarna.
Talaði við Guðrúnu "á endanum" í gær og það var allt í rúst heima hjá þeim. Þau fóru og gistu í bænum í nótt.
Sigurgeir talaði við Davíð vin sinn og hann var mjög skelkaður.
Mikið óskaplega var gott að þetta gerðist ekki að nóttu til.

Fékk síðan frábærar fréttir í gærkvöldi.
Svanný og Maggi eignuðust lilta prinsessu.
Innilega til hamingju með það.

Við fórum á skólaslitin í gær og þar tóku allir á móti einkunnunum sínum.
Hér er Sigurgeir að taka á móti sínum frá Hödda...
hafeti-015.jpg


Hér er svo mynd af Háfeta en hann er nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessari rándýru mjólk sem ég keypti handa honum en hann þarf nú samt að drekka hana. Vill frekar þessa fáu dropa sem eru í mömmu hans :)
hafeti-005.jpg

Má til með að láta þessa mynd fljóta hérna með. Þetta er bróðir Háfeta, Hlekkur, sem þau Svanný og Maggi eiga.
Stal myndinni af heimasíðunni þeirra..... :)
3016_hlekkur-(Medium).jpg

Posted by Selma at 09:13 AM | Comments (0)

May 27, 2008

Yndislegir dagar :)

Mikið ofboðslega voru þetta yndislegir dagar í Noregi :)

Ég, Gummi og Hulda flugum út um hádegi á fimmtudag en Albert kom aðeins seinna en við, fór í gegnum Kaupmannahöfn. Þeir Elliði komu saman og fóru til Álasunds á föstudeginum í vinnuferð. Kom aftur á laugardag.
Við hin fórum hins vegar í bæinn á föstudeginum og höfðum það svo bara gott heima hjá Sigga og Gunn.

Algjörlega geggjaður hús sem þau eiga og staðsetning gæti nú varla verið betri.....
noregur-018.jpg

og fótboltavöllur hinu megin :)
noregur-020.jpg

á laugardeginum fórum við með Gunn og Sigga að raða borðum og stólum og skreyta fyrir ferminguna.
Ég kenndi þeim að brjóta serviettur. Eina brotið sem ég kann, lærði það þegar ég vann á Hótel Blönduós fyrir mööörrrrgum árum...
noregur-062.jpg

Um kvöldið var grillað á pallinum, Gummi sá um grillið ....
noregur-073.jpg

3 af 6 bræðrum; Albert, Gunni og Svavar að bíða .....
noregur-065.jpg

eitthvað til að borða :)
Gunn, Svavar og Siggi.....
noregur-082.jpg

Og svo rann upp sunnudagurinn og þá fóru allir í sparifötin og þá meina ég sparifötin, allir í þjóðbúningum....

Siggi og strákarnir hans, Magnus og Martin :)
noregur-095.jpg

Inga svo falleg í sínum búningi en ég bara í venjulegum fötum
noregur-097.jpg

og allar stelpurnar voru í búningum, alveg meiriháttar fallegt
noregur-121.jpg

Inga svo sæt og fín :)
noregur-133.jpg

og sjáið þið saumaskapinn, ættum kannski að taka þetta upp í saumó :)
noregur-134.jpg

og svo fékk Inga far í veisluna í Camarónum hans Sigga,
ekki leiðinlegt það :)
noregur-141.jpg

Í veislunni varð myndavélin mín rafmagnslaus svo ég þarf að bíða eftir fleiri myndum frá bræðrum mínum Gumma og Albert :)
Þá set ég myndir inn á myndasíðuna mína :)

Alveg meiriháttar skemmtileg ferð en þetta er í fyrsta skipti sem við hittumst öll saman, þ.e. börn Svavars. Yndisleg helgi og takk takk fyrir okkur.


Posted by Selma at 08:58 AM | Comments (0)

May 18, 2008

Frábærar konur :)

Hitti tvær frábærar konur í gær.
Þannig vildi til að ég var búin að finna eðalprins handa henni Hlökk og ákvað að nota laugardaginn í að flytja hana á milli staða og bauð henni Sigríði á Kagaðarhóli með mér í ferðina.
Fékk bíl og kerru lánaða og við brunum í Þingeyrar. Sóttum merina niður á tún og fannst Sigríði Hlökk léttstíg og ungleg miðað við aldur.

18.05.2008-002.jpg

Okkur Gunnari þótti hins vegar hann Háfeti ekki nógu vel fóðraður og sennilega er hún Hlökk blessunin bara hætt að nenna þessu. Tók bara fram fyrir hendurnar á mér og ákvað að nú væri nóg komið af folaldseignum.
Hætt var við fyrirhugaða ferð og nú liggja leiðir mínar bara í Þingeyrar með mjólk handa Háfeta svo hann stækki og verði háfetaður mjög í framtíðinni :)

18.05.2008-003.jpg

Hér er svo mynd af þessum tveim frábæru konum
Helgu á Þingeyrum og Sigríði á Kagaðarhóli....

18.05.2008-005.jpg


Í nótt tók ég vaktina í Miðhúsum og það var létt mál, það er sauðburðurinn, ekki að vaka á nóttunni, hef greinilega ekki gert það lengi :)

Posted by Selma at 10:08 PM | Comments (0)

May 13, 2008

Háfeti

Já Háfeti er fæddur :)
Hann átti nú að vera meri og heita Harpa því hann er fæddur á afmælisdaginn hennar Hörpu Her en Harpa er ekki gott nafn á hest og enn síður Harpic eða Harper svo Sigurgeir skírði hann Háfeta. Við Harpa skiptum sem sagt, þ.e. Harpa átti Hermann á afmælisdeginum mínum í fyrra og þar sem ég er löngu orðin geld þá sá Hlökk mín bara um þetta ;)

Beið í ofvæni í gærmorgun eftir símtali frá Gunnari og sendi síðan sms eftir hádegi hvort væri nokkuð folald, fékk svar seint og um síðir "ekki enn". Í morgun kl. 8.32 kom "jú jú". Hringdi í ofboði og sagði honum að ég kæmi seinni partinn þar sem ég var að kenna í allan dag en hann mætti ekki segja mér hvort eða hvaða litur.

Mættum eftir skóla og gamla ætlaði sko ekki að láta ná sér, lét mig hlaupa á eftir sér út allt tún. Náðum henni loks, knúsuðum þau og tókum myndir. Hann er sem sagt jarpur og var ekkert fyrir það að láta halda sér kyrrum :)

13.05.2008-015.jpg

13.05.2008-019.jpg

13.05.2008-037.jpg

Þegar það var búið hlupu þeir uppað húsum til Gunnars og strákanna, þar voru vélar og ekki fannst þeim nú leiðinlegt að fá far í skóflunni á dráttarvélinni...
13.05.2008-040.jpg

eða klifra uppá rúllurnar
13.05.2008-042.jpg


Já keilur eru til margs nytsamlegar, komst að því í gær. Fór að kenna á hjólið og strákarnir komu með. Sigurgeir tók línuskautana og Bjartmar hjólið sitt og svo brunuðu þeir í keilurnar

13.05.2008-001.jpg

spurning hvor átti að nota keilurnar :)
13.05.2008-005.jpg

Fórum síðan fram í Vatnsdal á sílaveiðar og gerðumst veiðiþjófar við Skúlahólinn, ekkert þar að hafa svo við fórum í Þórdísarlækinn en ekkert þar heldur.... hins vegar var hægt að vaða hann fram
og til baka :)

13.05.2008-011.jpg

þá var stormað í Miðhús til að taka út sauðburðinn....
sem gengur bara vel :)

13.05.2008-013.jpg


Posted by Selma at 09:27 PM | Comments (0)

May 12, 2008

Flóðið flott

Fórum víða í gær.
Byrjuðum á Þingeyrum að kíkja á Hlökk og það er mjög stutt í folald og ég bíð bara eftir símtali frá Gunnari..........

Brunuðum í Helgavatn því þar voru allir heima. Voðalega gaman að koma loksins þangað og hitta alla þó sauðburður standi yfir. Hann gengur vel og allir voru hressir. Takk takk fyrir okkur :)

Á leiðinni heim stoppuðum við við Skúlahólinn til að athuga með síli. Það þarf nefninlega að bæta við þau síli sem eru hér í fötu úti á palli sem þeir veiddu með pabba sínum um daginn. Við urðum nú ekki vör við síli en álftirnar voru mjög áhugasamar um okkur og veðrið var algjörlega frábært :)

11.05.2008-002.jpg


já skyldu vera síli þarna ofaní :)
11.05.2008-005.jpg

Sigurgeir þarf alltaf að fara sem lengst......
11.05.2008-006.jpg

fallegt er Flóðið og Vatnsdalurinn og strákarnir auðvitað :)
11.05.2008-008.jpg

og áltirnar voru mjög áhugasamar um okkur .....
11.05.2008-010.jpg

strákarnir voru svo fljótir uppá hólinn að ég missti af því að fara :)
11.05.2008-011.jpg

Posted by Selma at 08:56 AM | Comments (2)

May 10, 2008

Hjólað fram og aftur

Þar sem bíllinn minn var í rúðuskiptum hjá Óla í gær og þurfti að vera inni yfir nótt var ekkert annað farartæki hér nema reiðhjólin, svolítið mikið mál að koma þrem á mótorhjólið.
Fórum því hjólandi í sund, svo upp í sjoppu í ísinn og aftur heim. Nú þá var bíllinn kominn út svo við Bjartmar fórum aftur af stað, hann hjólandi, ég gangandi með hundinn :) Hann hjólaði sem sagt 3 ferðir af Brekkunni uppí Essó í dag, geri aðrir betur :)

Talandi um hjól, þá rakst ég á Hörpu um daginn, hjólandi með aftanívagninn og Hermann þar. Vagninn fékk hún hjá okkur þar sem Bjartmar er orðinn svo duglegur að hjóla og alltof þungur fyrir mig að draga :)

Kristófer, Harpa og Hermann
hestasyning-189.jpg

það fer vel um Hermann í vagninum :)
hestasyning-190.jpg

Nú það er komið vor og þar af leiðandi voru lokatónleikar hjá Tónlistarskólanum í síðustu viku og Sigurgeir spilaði þar ásamt öllum hinum.

Hér eru þau Sigurgeir og Hugrún kennarinn hans....
10.05.2008-008.jpg

hann spilaði lag úr bókinni Pirates of the Caribbean
og það var bara virkilega flott hjá honum.
10.05.2008-011.jpg


Posted by Selma at 09:24 PM | Comments (2)

May 08, 2008

Fékk blóm :)

Mikið þótti mér vænt um blómin og pakkann sem ég fékk frá nemanda mínum sem lauk prófi í gær. Yndisleg kona frá Serbíu sem hefur búið hér á Blönduósi í 3 ár. Alveg EINSTÖK manneskja.

Hér er alltaf skemmtilegt, Neisti var beðinn um að hafa smá hestasýningu fyrir bæjarsjóra sem mættir voru á árlegan bæjarstjórafund á Blönduósi. Við gerðum það auðvitað, þ.e. börnin voru með atriðin sín og svo voru þeir Óli og Tryggvi með sína kostagripi. Virkilega vel heppnað og gaman.

Ég hins vegar gerði ekkert í dag, ætlaði að kenna en þurfti að fara með bílinn á Sauðárkrók í smur, ekkert verkstæði hér sem er með Skoda eftirlit, hmmmmm ættu nú að athuga þetta hér því allir fara að fá sér almenninlegan bíl á næstunni.
Ætlaði að kenna eftir hádegi en það virkaði ekki og ég fór því bara í kaffi útí bæ.
Á morgun þarf ég svo að láta bílinn af hendi fram á laugardag því það þarf að skipta um framrúðu í honum, fékk stein í hana á Þverárfjalli um daginn. Ekki gott ........... svo nú verð ég að hjóla á morgun. Spurning hvaða hjól veður fyrir valinu :)

Posted by Selma at 09:48 PM | Comments (0)

May 05, 2008

Myndir

Setti inn myndir af sýningunni Æskan og hesturinn :) Þær eru auvitað misgóðar, var með fína og flotta myndavél það vantaði ekki en ég bara kann ekki á hana. Myndirnar af krökkunum í hindrunarstökkinu eru þar af leiðandi allar hreyfðar, sem mér þykir afar leitt. Tekst vonandi bara næst :)

Verð að þakka þeim sem stóðu að þessu barna- og unglingastarfi hérna hjá Neista kærlega fyrir frábært starf. Verð að viðurkenna það að sundum var ég nú ekki alveg að sjá að þetta væri allt að virka á æfingum en allt small þetta saman og útkoman var frábær og allir ánægðir. Þá er tilganginum náð. Takk enn og aftur takk :)

Svo vil ég líka þakka Hödda og Siggu fyrir að lána okkur Gnótt, þvílíkt heppin að hafa aðgang að svona hrossi sem er pottþétt og öruggt og skemmtilegt. Án þessara frábæru hesta væri barnastarfið ekkert.
Vonum samt að við höfum aðgang að henni Gnótt eitthvað áfram. Fórum til að mynda í langan reiðtúr í dag við Sigurgeir. Ég á Toppu og hann á Gnótt :)

Posted by Selma at 11:20 PM | Comments (0)

May 03, 2008

Frábær dagur

Vá hvað var gaman hjá okkur í dag.

Æskan og hesturinn var á Sauðárkróki í dag og þangað mættu krakkar úr Húnavatnssýslunum báðum, frá Akureyri, Dalvík, Siglufirði og Skagafirði. Alveg virkilega vel heppnuð sýning og skemmtilegt að sjá.
Við mættum uppí Reiðhöll fyrir kl. 9 í morgun og þar voru hestar og menn settir á bíla. Norður vorum við komin uppúr 10 og var þá strax æfing á báðum atriðunum sem krakkarnir voru með. Það tókst flott og sýningar voru síðan kl. 13 og 16.
Tók fullt af myndum sem voru misgóðar eins og alltaf, set þær í myndaalbúm fljótlega.
Frábærlega skemmtilegt og flott. Takk takk fyrir flottan dag.


Beðið eftir að æfingar hefjist, Bjartmar knúsar Gnótt :)
aeskan-og-hesturinnn-074.jpg


Æfing á Sirkus-atriðinu okkar, virkilega flott :)
aeskan-og-hesturinnn-080.jpg


Sigurgeir hitti Eyþór úr bandinu hans Bubba.........
aeskan-og-hesturinnn-102.jpg

Sigurgeir og Halldór bíða eftir að röðin kæmi að þeim......
aeskan-og-hesturinnn-145.jpg

og í borðakeppninni voru þau Sigurgeir og Hrafnhildur "nördar"
aeskan-og-hesturinnn-014.jpg

og mikið var nú gott að komast heim í hesthús og fá tuggu.
Sigurgeir með Gnótt eftir frábæran dag :)
aeskan-og-hesturinnn-203.jpg

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar