Í fréttum er þetta helst....

31.03.2008 21:08

Mars 2008

March 30, 2008

Skemmtileg sýning

Skemmtileg sýningin í Reiðhöllinni á föstudagskvöldið.
Krakkarnir voru með flott sirkusatriði og það gekk svona glimrandi vel. Ég sá það að vísu ekki en eftir að hafa verið að frjósa úti með þeim áður en atriðið byrjaði þá veit ég ekki annað en það hafi bara verið gaman hjá þeim :)

Hér er Sigurgeir í kúrekabúningi en atriðin hjá krökkunum var 4-skipt. Sigurgeir var í 2. holli :)

013.jpg

Nú við "stelpurnar" vorum líka með atriði, Dýrin í Hundraðekruskógi ákváðu að reyna við sig í hestamennskunni :)
Virkilega gaman bara og hér er ég sem Bangsimon að borða hunang og ég verð að segja það að það smakkast ekkert sérstaklega vel ef maður borðar mikið af því :)

023.jpg

Sá ekki mikið af atriðum en held að jafnaði hafi þetta bara verið flott en Dívurnar að vestan voru náttúrunnilega alveg "mega" flottar og búningarnir eftir því. Geggjað.
Bjartmar var svo þreyttur að hann sofnaði eftir atriðið hjá Sigurgeiri sem var nr. 2 á dagskrá svo Beggi fór með hann heim í hléi og tók þar af leiðandi ekki fleiri myndir.

Posted by Selma at 11:46 AM | Comments (0)

March 24, 2008

Páskaegg og veiðar :)

Páskaegg voru að sjálfssögðu í morgunmat hér í gær, svo gott að geta fengið sér súkkulaði í morgunmat án þess að hafa samviskubit :)

22.03.2008-008.jpg

22.03.2008-009.jpg

Ákváðum svo að skreppa fram í Miðhús og koma síðbúinni afmælisgjöf til Eiðs sem varð þrítugur í feb. Litli bró orðinn þrítugur og ég ennþá.....

Jæja nema hvað stoppuðum við Skúlahólinn á leið heim og gengum uppá hann til að ná af okkur súkkulaðinu :)

22.03.2008-014.jpg

og veiddum nokkur síli í krukku í Flóðinu. Sigurgeir hefði kannski átt að vera í stígvélum því hann má ekki sjá vatn þá er hann kominn langar leiðir útí að ath. hvort hann finni ekki fiska......

22.03.2008-015.jpg

Bjartmar var hins vegar í stígvélum :)

22.03.2008-016.jpg

Veðrið var alveg geggjað í gær.........

Posted by Selma at 09:16 AM | Comments (0)

March 20, 2008

19. mars

Eitthvað svo seinheppinn dagur í gær.
Byrjaði á að það féll einn í veklegu prófi seinnipartinn í gær, það gerist nú af og til, ég er sennilega ekki alveg fullkominn ökukennari, en það var auðvitað ekki ég sem var í prófi heldur neminn svo þetta hefur bara verið allt hans mistök :/

Nú krakkarnir voru á æfinu í gær frá 18-20 og Sigurgeir datt af baki en meiddi sig sem betur fer ekki neitt, held honum hafi bara brugðið all verulega en hér er mynd úr æfingabúðunum :)

19.03.2008-002.jpg

og Bjartmar og Þóra Karen

19.03.2008-003.jpg

nú svo af því ég nennti alls ekki að elda pantaði ég pizzu úr Essó og fer ég þangað um 8 leytið, akkúrat í ljósaskiptunum en það er ekki afsökun en vá hvað ég "svínaði" á dráttarvél sem kom að norðan. Ég veit ekki fyrr en ég sé bara stærðarinnar rúllu fyrir framan mig þegar ég er í beygjunni og lít upp og sé þá ljósin á dráttarvélinni. Vá hvað mér brá og vá hvað ég sá þessa dráttarvél alls ekki. Veit alls ekki hvað ég var að hugsa og bið ég þann sem var á dráttarvélinni margfaldrar afsökunar á þessu. Ég var sem sagt ekki að troðast á undan eða neitt slíkt þó ég búist frekar við að hann hafi haldið það en ég hreinlega horfði ekki svo hátt að ég sæi ljósin, eða bara sá hvaðan hann kom yfirleitt. Spurning um að setja ljós framan á rúlluna fyrir þá sem horfa ekki svona hátt til að sjá ljósin á dráttarvélinni :/

En þetta var nú samt góður dagur að öðru leyti.
Hún Berglind vinkona mín og Anton Ingi áttu afmæli og til hamingju með það.

Nú ekki má gleyma að nefna frábæra menningarferð til Reykjavíkur um síðustu helgi. Fórum auðvitað á Sálartónleikana sem voru frábærir fyrir utan að vera eins og síld í tunnu (er samt ekki síld svo ég veit auðvitað ekki hvernig henni líður í tunnu) en svolítið margt fólk á gólfinu og orðið ansi þröngt undir það síðasta svo ég fór aðeins áður en þeir voru búnir. Við fórum 4 stelpurnar úr saumó og kallarnir fengu að koma með :)

Nú svo var það Gosi á sunnudeginum og hann var FRÁBÆR að öllu leyti. Mæli eindregið með þessari sýningu fyrir alla.

Á laugardeginum hentist ég með Sigurgeir í Hveragerði þar sem hann heimsótti vin sinn Davíð og gisti hjá honum. Ég hitti svo Hrönn ökukennara í kaffi og síðan fór ég til Guðrúnar Lilju frænku minnar en þangað var okkur boðið í fermingu 9. mars en ég frestaði þeirri för um viku :) takk takk Guðrún mín, alltaf gott að koma til ykkar.
Náði líka að komast á Álftanesið til Alberts og Jóhönnu og gott spjall þar, takk takk :)

Á sunnudagsmorgunn skrapp ég aftur í Hveragerði að ná í Sigurgeir og kíkti í leiðinni á Guðrúnu og Ara í Kambahrauninu. Gott og gaman að koma þar.

Heim vorum við komin um 21 á sunnudagskvöld :)

Posted by Selma at 11:39 AM | Comments (0)

March 12, 2008

Nammi namm

Nammi namm haldiði ekki að hann brósi minn nr. 3 hafi komið með silung handa mér. Var heima í frítúr, ég er þá að tala um hann Val sem er á sjó og ef hann er ekki að veiða útá sjó þá er hann að veiða í tjörninni heima hjá sér, algjör veiðikall :)

Í gær fór ég á Akureyri og var komin þangað kl. 9.30 að kenna. Kenndi í allan gærdag en hafði samt tíma til að hitta Björn ökukennara og Eggert prófdómara í hádeginu og náði góðu spjalli og miklu kaffi :)
Eftir að hafa kennt 8 frábærum krökkum kom ég aðeins við hjá Jóhönnu mágkonu og var að sjálfsögðu á matartíma svo ég fékk kvöldmat, brunaði heim og komst meira segja í saumaklúbb sem var frábært.
Gott að eiga góða nágranna sem ná í börnin í skólann, takk takk Guðrún mín.

Nú framundan er menningarferð til Reykjavíkur um helgina :)

Posted by Selma at 09:40 PM | Comments (0)

March 09, 2008

Lokins á hestbak :)

Agalegt, ég hef ekki farið á hestbak í hálfan mánuð svo við drifum okkur í dag. Sigurgeir fór á Gnótt auðvitað og ég aðeins á hinar tvær. Bjartmar hljóp um á pöllunum á meðan, ágætt að æfa smá hávaða þar ef við mætum með atriði á stórsýninguna.

Í gær fórum við hins vegar að horfa á hesta á Svínavatni og sáum ofboðslega mikið af góðum hestum. Var bara að spá í að ríða út í myrkri það sem eftir er vetrar :-|
Tók þessar myndir í gær í góða veðrinu :)

07.03.2008-010.jpg

07.03.2008-013.jpg

Á föstudag vorum við ákaflega upptekin. Byrjuðum á að mæta i enduropnun Samkaupa, Bjartmar var að syngja þar ásamt krökkunum úr leikskólanum og það var afskaplega gaman. Bróðir Magga Kjartans spilaði þar á fiðlu og spilaði hann bara með þeim. Mjög gaman og búðin orðin æðislega fín :)

Hér kemur hersingin í Samkaup......
07.03.2008-002.jpg

og svo syngja þau hér. Svo gaman hjá þeim.
07.03.2008-005.jpg

Um kvöldið fórum við á bingó á Húnavöllum og þar vann Sigurgeir hjálm. Mikið þreyttir menn þegar við fórum heim og steinsofnuðu á leiðinni :)

Posted by Selma at 06:21 PM | Comments (0)

March 03, 2008

Góð ferð

Maður er nú bara þreyttur eftir svona langa ferð en góð var hún.
Sumt hefði samt mátt vera betra en það getur nú ekki allt verið algjörlega "perfect".
Fórum 19 saman, við vorum 2 konurnar, bara að taka það fram.
Held strákunum hafi ekki fundist það neitt leiðinlegt :)
Ferðin byrjaði reyndar á afmælisflugi Icelandexpress sem seinkaði um klukkutíma vegna afísingar. Komumst til Kaupmannahafnar á endanum en þar beið okkar alíslensk rúta "Reykjavík Ísland" stóð utan á henni
og alíslenskt fólk, þau Grétar og Kristín sáu algjörlega um okkur allan tímann, þ.e. á milli staða.
Algjörlega frábær í alla staði, þakka ykkur kærlega fyrir alla keyrsluna með okkur. Þvílík þjónustulund og bara svo yndislegt fólk.

03.03.2008-050.jpg

Allur miðvikudagurinn og sunnudagurinn fóru, sem sagt, í að fljúga og keyra til Hamborgar.
Fimmtudagur var skipulagður frá A-Ö, hittum formann ökukennarafélagsins í Hamborg og hún tók okkur í ökuskóla á fimmtudagsmorgninum, sáum þar ýmsar nýjungar og flott námsefni. Komumst líka að því að í Hamborg fara u.þ.b. 25.000 manns í gegnum B-próf á ári á meðan það eru um 4.500 hér á landi. Svolítill munur.
Þeir eru með svipað marga bóklega tíma í náminu en helmingi fleiri verklega tíma en af þeim fara 12 tímar í æfingar á hraðbrautinni og þar í kring. Þar mega krakkar byrja að læra 17 og 1/2 árs og fá að taka próf 18 ára.
Síðan fórum við í "Frumherja" þeirra og þar eru ökukennarar með í verklegum prófum og prófdómarar sitja í aftursætinu, væri til í að taka það upp hérna :) en það er reyndar u.þ.b. 30-40% fall í verklegum prófum þar. Ekki alveg svo mikið hér. Prófin eru líka nokkuð dýrari þar en hér svo ekki kvarta.

Svanberg og Torfi að taka próf .......... :)
03.03.2008-012.jpg

Strákarnir að kíkja á bíl í "Frumherja" stöðinni :)
03.03.2008-021.jpg


Á föstudeginum fórum við í 2 bókaforlög sem sjá um allt námsefni fyrir ökukennslu, hvaða nafni sem hún nefninst enda aðeins fleiri í Þýskalandi en á Íslandi. Mjög flott námsefni, verð nú að segja það.

Nú við Heiða komust aðeins í búðir á föstudagseftirmiddag á meðan strákarnir, við fengum þó einn með okkur, fóru að skoða slökkviliðsbíla.

Á laugardeginum fórum við til Lueneburg þar sem þeir hafa frábært æfingaakstursvæði. Það er algjörlega frábært. Grétar fékk að rúnta með okkur á rútunni um svæðið og taka nokkrar bremsuæfingar og í hálku í beygju og niðrí móti. Einhvern veginn beið ég bara eftir því að rútan hlunkaðist á hliðana en Grétar er svo klár. Síðan fengum við að fara í "utanvegaakstur" á Benz með manninum sem kynnti okkur starfsemi ADAC. Mjög gaman allt saman.

03.03.2008-044.jpg


Fórum alltaf saman út að borða í hádeginu og á kvöldin.
Bara æðislega gaman hjá okkur.

Þráinn, Torfi, Heiða, Pétur, Davíð og Björgvin :)
03.03.2008-040.jpg

Virkilega vel heppnuð ferð í alla staði og maður er uppfullur af fróðleik og nú er bara að nýta sér hann á allan hátt :)
Fróðleikinn, hins vegar, fékk ég allan í gegnum túlkinn okkar hann Steindór sem kom allri þýskunni vel til skila til okkar Íslendinganna. Algjörlega frábær og færi ég honum bestu þakkir fyrir.

Guðbrandur formaður Ökukennarafélagsins, Guðni ökukennari á Selfossi, Sabina formaður Ökukennarafélagsins í Hamborg, Steindór túlkur og ökukennari í Reykjavík og Svanberg yfirmaður prófadeildar Frumherja :)
03.03.2008-011.jpg


Set inn myndir fljótlega :)


Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar