Í fréttum er þetta helst....

30.11.2005 22:15

Nóvember 2005

November 28, 2005

Elvar Már

Jæja þá er annar prinsanna sem fæddust í október kominn með sitt fallega nafn. Það var skírt í aðventumessu í Undirfellskirkju í gær og það var mjög góð mæting þ.e. af ættboga Helgavatnsfjölskyldunnar.
Mjög falleg messa og góð stund í kirkjunni eftir messu.

Mikil veisla var svo á Helgavatni, Jóhanna hafði bakað eitthvað :)
áttum góða stund þar áður en haldið var heim.
Vorum komin heim um 9 í gærkvöldi og 2 drengir óskaplega þreyttir þegar þeir voru vaktir í morgun.

Læt hérna nokkrar myndir fylgja.

Hér er verið að undirbúa skírnina

Sigurgeir söng auðvitað með....

Bjartmar hafði nú meira gaman af að blása
á kertið heldur en að syngja


Náði mynd af elsta og yngsta barninu;
Erla Rut og Elvar Már

Og ein auðvitað af foreldrum og barni:
Jóhanna, Valur og Elvar Már :)


Svo er hérna ein af fyrsta ömmubarninu þ.e. hennar mömmu auðvitað. Hann fæddist sem sagt líka í október og þau Ólöf og Villi eiga hann og Gummi og Helga afinn og amman. Auðvitað mætti hann í skírn frænda síns svona til að vita hvernig þetta fer fram.


Posted by Selma at 10:07 AM | Comments (0)

November 21, 2005

Frábært e-mail

Fékk alveg frábært e-mail í gær, átti nú ekkert sérstaklega von á því en vonaði það að einn daginn myndi það detta hér inn sem það og gerði. Mikið ofboðslega varð ég glöð, ég meira segja fór nærri því að gráta. Ég verð auðvitað að segja ykkur frá því. Þannig er að þegar ég var í Boston þarna fyrir 20 árum eða svo þá kynntist ég stelpu frá Mexikó, á enskunámskeiði, sem varð mjög góð vinkona mín. Eftir að ég kom heim skrifuðumst við á og svo fór ég að heimsækja hana 1986 og var þar í nokkra daga sem var æðislegt. Eftir það héldum við áfram að skrifast á, í einhver ár, en 1993 sendi hún mér bréf og ég gat alls ekki lesið utaná bréfinu heimilisfangið hennar og datt einhvern vegin ekki í hug að senda til foreldra hennar, maður gerir það nú alltaf í neyð. Nema á þessum tíma flutti ég hingað og þangað og lentu þessi bréf í kössum sem ég var svo að taka uppúr um daginn og finn þau og fer nú að kanna þetta mál. Skrifa henni og sendi á heimilsfang hennar og foreldra hennar og viti menn kom ekki bréf frá henni í gær. Mikið ofboðslega er ég glöð og hún líka. Bréfið lenti af algjörri tilviljun til hennar því það eru ein 12-13 ár síðan þau fluttu úr gamla heimilisfanginu og foreldrar hennar dánir og búið að selja það hús. Hún var búin að biðja íslending sem er þarna niðurfrá með fiskibáta að leita í símaskránni hér heima en ekkert gekk það og svo bara allt í einu dettur þetta bréf í hendurnar á henni og við erum báðar afskaplega glaðar. Svo drífur maður sig ekki bara í heimsókn til Mexíkó.
Ég hef reyndar einu sinni fengið bréf sem á stendur nafnið mitt og Blönduós og það komst til skila. Ekki skrítið þó póstþjónustan rukki svona mikið undir bréfin :)

Jæja þetta voru góðu fréttirnar, slæmu eru þær að ég er búin að fá þvílíkan hausverk af þessum bílamálum mínum, ætla aldrei aftur að taka bíl á rekstrarleigu því ég er auðvitað að keyra LANGT umfram umsaminn kílómetrafjölda svo ég þarf að punga út fúlgum fjár núna, er búin að keyra á 1 og 1/2 ári það sem ég átti að keyra á 3 árum :(
Ég ætlaði bara að losa mig við bílinn og taka annan en það kostar líka fúlgur fjár svo ég ætla bara að kaupa þennan af þeim. Sem sagt þeir kaupa hann af Glitni og selja mér hann síðan. Mikið verð ég fegin þegar þessi mál verða komin á hreint.

Annað er nú ekki markvert, fórum í bílskúrinn í gær og tókum til, varð að finna jólaskrautið, hentum fullt af dóti þ.m.t. helmingnum af bleika sófanum mínum sem er búinn að vera útí bílskúr síðan við komum hingað og verður aldrei settur við hinn því hann er nú að verða svolítið lúinn greyið. Fundum jólaskrautið og sitthvað fleira.
Er alveg til í að gefa einhverjum sem vill 1 stk. hillusamstæðu sem ég keypti úr Rúmfatalagernum, 4 eldhússtóla og baðborð.

Svo er voðalega sæt lítil mús í bílskúrnum við litla hrifningu karlmannanna á heimilinu, það má einhver eiga hana líka ef vill. Hún er mjög sniðug því hún tekur alltaf ostinn úr gildrunum og fer sína leið. Ég sá hana í gær stikla með heljarinnar oststykki í munninum. Ég vona samt að hún lengi í gildrunni fyrir rest greyið.

Posted by Selma at 03:05 PM | Comments (1)

November 17, 2005

Keila

Spurning um að skrifa eitthvað :)

Auðvitað alltaf brjálað að gera hér eða þannig. Síðasta helgi var frábær. Fórum og kíktum í hið nýja Blómaval og hittum þar Guðrúnu fyrrverandi granna í blómunum, stóð sig bara vel á vaktinni.
Auðvitað alveg agalega geggjuð búð en við keyptum nú bara piparkökur :)
Leið okkar lá svo í Keiluhöllina að hitta Gústa og krakkana, Guðrún var að vinna :( og fórum við Sigurgeir og Bjartmar í fyrsta skipti í keilu. Þetta var auðvitað alveg meiriháttar skemmtun fyrir alla. Hittum svo Guðrúnu á matsölustað á Suðurlandsbrautinni, sem ég man ekki hvað heitir og áttum við notalega kvöldstund þar. Það voru 2 þreyttir drengir sem sofnuðu í bílnum á leiðinni heim. Sem sagt frábær laugardagur.

Mamma bauð svo öllum þeim sem koma vildu á Annie á sunnudaginn. Lilja Björk frænka okkar var þá að syngja, hún er ein af þremur í aðalhlutverkinu og fórum við 7 saman á sýninguna. Alveg frábært og Lilja syngur alveg frábærlega.
Á eftir var svo afmæliskaffi hjá mömmu, Jóhann varð 13 ára 8 nóv. til hamingju með það.

Nú svo er bara þetta hefðbundna þessa virku daga og aftur er hann helgi að koma, tíminn líður svo hratt......

Posted by Selma at 01:21 PM | Comments (0)

November 11, 2005

Gengur ekki lengur

Þetta skrifleysi gengur auðvitað ekki lengur :)

Londonferðin búin, norðurferðin búin, læknisferðirnar búnar og örugglega margt annað en það var alveg meiriháttar í London og hitta stelpurnar eftir öll þessi ár og alveg merkilegt með það að okkur fannst sem við hefðum hist í gær þó það væru 13 ár síðan við hittumst síðast. Eins og áður sagði getið lesið ferðasöguna á blogginu hennar Carinu, á ensku, hljótið að skilja það, getið allavega skoðað myndirnar :)
Annars var þetta alveg frábær ferð, við löbbuðum London endana á milli og nú kann ég á lestarkerfið og strætisvagnana, veit hvar Blair á heima og Drottningin, og líka hvar H&M er því það var eina búðin sem mér var hleypt inn í en ég verslaði nú ekkert mikið enda vantaði mér ekkert svosem.

Nú þetta byrjaði með því að á föstudagsmorgun ákvað ég að hringja og panta tíma hjá Þráni og láta hann líta á sárið hans Sigurgeirs, leitaði hann uppi á Landspítalanum því ég vildi sko ekki taka Sigurgeir til heimilislæknis af fyrri reynslum og spurði hann hvort hann gæti kíkt á þetta þarna á föstudeginum. Já já ef ég kæmist kl. 12 með hann þá gæti hann það, þá var kl. 10.30. Ég stökk útúr dyrunum með töskuna, Bjartmar og náði í Sigurgeir í skólann og var mætt kl. 12. Þarna var að myndast einhver vefur með blóðköggul undir og hann stakk á þetta og aumingja Sigurgeir aragaði eins og stunginn grís. Grey kallinn, þannig að ég auðvitað keypti hann, lofaði að kaupa leik í tölvuna. Jæja nema hvað Beggi var rétt kominn frá Rifi svo hann fékk strákana og ég stökk af stað á flugvöllinn.

Carina kom svo og náði í mig á flugvöllinn því ég neitaði að fara EIN mín liðs inn til London og við tókum lestina þangað og hittum Ingrid og fórum heim til Carina í Austur London. Ingrid fylgdi mér svo á flugvöllinn. Verst að farið fram og til baka kostar 2500 kr. Kom sem sagt heim á mánudagskvöld og á þriðjudagsmorgun beið mín svo krabbameinsskoðun. Dreif mig norður eftir hádegið að kenna og próf á miðvikudag, það gekk ágætlega. Komst í saumó hjá stelpunum, það var alveg meiriháttar gaman eins og alltaf. Var komin heim um hálf tíu á miðvikudagskvöld með bílinn fullan af kjöti, svo nú er frystikistan full af kjöti.

Nú Bjartmar fór í leikskólann aftur í gær eftir kvefið sem hann ætlaði ekki að losna við en Beggi lagðist hins vegar þá bara í staðinn og er með þessa fjandans kvefpest. Ég hins vegar fór í kaffi til Siggu hérna á móti og þar hittumst við 4, alltaf morgunkaffi annan hvern miðvikudagsmorgunn en þar sem ég var þá fyrir norðan var því frestað þar til í gær.

Má ekki gleyma að segja ykkur að leikjakaupin urðu mistök ein því ég keypti leik í xbox tölvu en ekki playstation2 og hann horfði bara á mig og sagði: hvað er þetta eiginlega og ég rosalega ánægð: leikurinn þinn, áttu svona. Mamma þetta er ekki í playstaion. Je minn hvað maður er góður í þessu :)

Posted by Selma at 10:21 AM | Comments (0)

November 08, 2005

London

Geggjuð ferð til London, má ekki vera að því að skrifa en getið séð ferðasöguna hér, allavega nokkrar myndir af mér.

Meira síðar :)

Posted by Selma at 10:05 AM | Comments (0)

November 02, 2005

Hangið heima!

Við erum bara heima þessa dagana :)
Bjartmar tók upp á því í síðustu viku að fá kvef en hann fór nú samt á leikskólann þá en ekkert búinn að fara í þessari viku þar sem hann er bara með hósta og hor. Gaman fyrir hann. Sigurgeir var í vetrarfríi og svo var starfsdagur í skólanum í gær. Sem sagt allir að chilla hér heima nema kallinn var að sjálfsögðu rekinn í vinnuna og er að fara á Rif í dag og sagðist ætla vera kominn fyrir föstudaginn áður en ég fer til London :)

Svo er ég bara að kenna í Reykjavík flesta daga núna, þar er fjörið, er það ekki? Nei nei bara krakkarnir að norðan þau eru svo yndisleg að vilja læra hjá mér sem er barasta frábært og ég þakka þeim kærlega fyrir það og auðvitað er alltaf fjör þar sem þau eru :)

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar