Í fréttum er þetta helst....

31.05.2005 22:00

Maí 2005

May 29, 2005

Bjartmar blómálfur


Posted by Selma at 09:53 PM | Comments (3)

Komin heim aftur

Ótrúlegt hvað þessar helgar eru fljótar að líða, aftur komið sunnudagskvöld. Gerði nú ýmislegt en aðallega að kenna, fór nokkrar ferðir á Skagaströnd í þeim tilgangi. Fór eina ferð í Vatnsdalinn að nema tölvufræði hjá Hörpu E. auðvitað og drekka mikið kaffi hjá henni og spjalla um eitt og annað. Kom líka við í Borgarnesi á leiðinni heim og tók nokkur blóm meðferðis þaðan. Þau hljóta að dafna vel í rigningunni í Hveragerði, nótabene það er nefninlega rigning hérna. Mikið er það nú gott.

Selma

Posted by Selma at 09:41 PM | Comments (1)

May 27, 2005

Vinsæll

Tónlistarkennarinn, þ.e. gítarkennarinn ekki Ian, hringdi í hádeginu og spurði hvort Sigurgeir gæti spilað á skólaslitunum. Ekki málið sagði ég og mætti með hann á æfinu áðan til gítarkennarans því Ian verður ekki á landinu. Gleymdi videóinu :-( því Sigurgeir er stundum einum of, vildi spila alla bókina fyrir hann og svo var það stóra spurningin hvaða lag ætti eiginlega að velja. Það varð úr að þeir ælta að spila Sailing saman, gítar og klarinett. Það var auðvitað bara flott hjá þeim.

Annars er ég að fara norður, strákarnir verða bara heima.....

Selma

Posted by Selma at 02:09 PM | Comments (0)

May 26, 2005

Takk takk

Takk takk takk fyrir að kíkja á heimasíðuna og skrifa í gestabókina, ég er ekkert smá glöð yfir því, virkilega gaman.

Nú finnst mér ég bara ekkert hafa að gera, búin að koma heimasíðunni í loftið, sem sagt svolítill tími sem fór í það og þá verð ég að finna mér eitthvað annað til dundurs. Ég gæti svo sem lagað til, fært kassa út í bílskúr og sótt aðra í staðinn en ég barasta nenni því ekki, að laga til er ekki mín sterkasta hlið, hvar fann það eiginlega upp að konur sæu um húsverkin. Dísús hvað það er leiðinlegt.

Nú ég fór bara að kenna á kvöldin í staðin fyrir að sitja í tölvunni, er ekki sama hvar maður situr, fæ þó borgað fyrir það! Fer uppí Grímsnes til hennar Helgu vinkonu minnar og þar náði ég heilum tveim, mjög gaman. Svo er ég að fara noðrur um helgina, aldrei þessu vant að kenna. Vonandi nást þá 3 í próf næsta miðvikudaginn.

Annars er nú lítið að frétta, skítakuldi svo maður "nennir" ekki einu sinni út, ég dauðvorkenni sauðfjárbændum að "þurfa" að fara út. Ég keypti reyndar nokkur blóm í fyrradag og setti niður, þau frjósa þá bara í hel ef þetta fer ekki að skána eitthvað í júní. Maður vonar það nú.

Það eru endalausir vordagar hjá Sigurgeiri í skólanum, fínt að fá svona pössun fyrir hann fyrir hádegi. Það er frí á mánudaginn, svo eru 3 vordagar og svo skólaslit, æðislegt þá þarf ég ekki lengur að draga hann framúr kl. 7 á morgnana, hann er frekar þungur svona á virkum dögum, það háir honum ekki um helgar því þá vaknar hann fyrir allar aldir auðvitað. Bjartmar sér reyndar alveg um að vekja alla frekar snemma, en koma tímar koma ráð!

Svo er það tannlæknirinn, fórum til tannlæknis um daginn til að athuga hvort væri nokkuð skemmt þ.e. hjá Sigurgeiri, jújú 4 skemmdir á milli tanna og ég fékk alveg taugaáfall, það bara gat ekki staðist að það væri skemmt í barninu, ég þurfti ekki að fara til tannlæknis fyrr en ég var 11 og þá öskraði ég allan tímann...... en það var nú ekki það eina sem við fengum að vita því þar sem Sigurgeir er með skakkt bit eigum við að panta tíma hjá sérfræðingi og fara til hans og fá úr því skorið hvort það lagist eða........ jamm og jæja, alltaf í boltanum.

Selma

Posted by Selma at 10:02 AM | Comments (2)

May 24, 2005

Loksins selma.is í loftið

Loksins, loksins, loksins fáið þið að sjá afrakstur okkar Hörpu E. Við eða hún, réttara sagt, byrjaði á þessu í fyrra og þetta er búið að ganga svona ups and downs, vantað texta eða myndir frá mér í tíma og ótíma, en hún setti allt upp nema um ökukennsluna sem ég gerði í lokaverkefni mínu í fjarnáminu í Iðnskólanum í vefsíðugerð eftir jólin og ég gerði einnig linkinn á Hlökk frá Hólum en forvann það reyndar líka í fjarnáminu. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta er mikil vinna en búið að vera mjög skemmtilegt og lærdómsríkt.
Ég keypti selma.is auðvitað svo þið getið ALLTAF munað þetta, endilega skrifið í gestabókina svo ég viti hverjir eru að lesa síðuna og mikið væri gaman að vita hvernig ykkur líst á og/eða ef eitthvað mætti betur fara þá segja mér frá því.

Hérna eru verkefnin mín í Iðnskólanum ef þið viljið kíkja á þau því ég er ekki búin að koma þeim fyrir á síðunni. Á eftir að finna pláss. Ég fékk auðvitað 10 fyrir þau.


Góða skemmtun og bestu kveðjur
Selma

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar