Í fréttum er þetta helst....

28.02.2005 21:50

Febrúar 2005

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Grátandi heim

Jæja við fórum bara grátandi heim úr þessari læknisheimsókn í morgun. Ekki veit ég hvað kom yfir mig en ég hafði greinilega verið í algjöru bjartsýniskasti um að þetta væri nú alveg síðasta heimsókn okkar til læknisins en nei gúd hevens maður. Ekki var læknirinn fyrr farinn að taka fyrsta sauminn úr en út vall þið vitið...... Mér féllust hendur og Sigurgeir greyið öskraði eins og stunginn grís þarna allan tímann og við sem vorum nú búin að segja honum að þetta væri búið, bara að taka saumana úr og hann væri orðinn fínn. Ömurlegt, við fórum og keyptum okkur mikil og stór verðlaun á eftir, þ.e. bæði fyrir hann og Bjartmar, svo sem ekki neitt fyrir mig! Nema hvað aftur eigum við að mæta á morgun til að hreinsa þetta og vess só gúd alla þessa viku. Ég verð nú bara að segja það það er eins gott að maður á ekki heima lengra frá en þetta!!!!!!

Sigurgeir greyið var nú samt sendur í flaututíma og kom grátandi heim úr honum en gat nú samt alveg farið og heimsótt Jóhann vin sinn sem er búinn að vera fótbrotinn í nærri 6 vikur, það er nú að lagast líka sem betur fer.

Nú af kennslumálum mínum er það að frétta að ég er að senda minn fyrsta nemanda hér á þessu svæði í próf á fimmtudaginn og ég er orðin svona létt stressuð yfir því. Ekki það að ég haldi að henni gangi illa, ég bara held alltaf að ég ætti að gera aðeins betur áður en ég sendi þau frá mér en sjáum hvað setur.

Selma

mánudagur, febrúar 21, 2005

Svo þreytt

Ég er alveg ofboðslega þreytt í dag, ég skrapp norður á föstudaginn og kenndi ALLA helgina og komst eiginlega ekkert í kaffi neins staðar, æææ bara næst vonandi. En þetta var auðvitað mjög gaman eins og alltaf en maður getur nú orðið þreyttur á að vera útí bíl frá 14.00 á föstudegi til rúmlega 21.00 á sunnudagskvöldi. Enda nenni ég ekki einu sinni að setja í þvottavélina núna.

Þannig að ég bara man ekki eftir neinu nema að Sigurgeir er að fara til læknis á morgun til að láta taka saumana úr, vonandi þurfum við ekki að bíða neitt voðalega lengi. Það verður nú samt ekkert voðalega gaman hann er orðinn svo hvekktur á eyranu að það má ekki koma við það þannig að það verða sjálfsagt miklar samningaviðræður í gangi á morgun með þetta. Sjáum hvað setur.

Annars held ég fari bara að leggja mig með Bjartmari núna.

Selma

fimmtudagur, febrúar 17, 2005


Bjartmar er auðvitað búinn að læra að hella uppá því það er það sem hann sér mömmu sína gera allan daginn. Góður í uppáhellingunni !!! Posted by Hello


Nýjustu myndir af prinsunum. Bara svo þið gleymið ekki hvernig þeir líta út :-) Posted by Hello

mánudagur, febrúar 14, 2005

Tólf tímar

Það tók ekki nema tólf tíma þetta aðgerðarferli hjá Sigurgeiri. Var nú svo bjartsýn að við yrðum komin heim um hádegi. Nei aldeilis ekki, fórum kl. 8.30 í morgun og vorum komin heim kl. 20.30 í kvöld. Ég skil nú ekki alveg þetta ferli en á föstudag þegar ég hringdi var mér sagt að koma kl. 9.30 því það væri bara einn á undan okkur. Já auðvitað var það ekki málið og við mætt kl. 9.30 og okkur var vísað inn á stofu og við skiptum um föt og alles, þ.e. Sigurgeir við hin þurftum þess nú ekki. Svo biðum við bara og biðum og enginn sagði neitt og við bara biðum og biðum og loks var okkur sagt að þetta yrði um hádegið og við biðum og biðum og loks var hann kominn inn á skurðstofugang uppúr 13.30 og um 14.00 fór hann inn. Kominn á vöknun fyrir 15.00 og við niður og biðum eftir að hann vaknaði og þá var kl. 16.00. Aðgerðin tókst mjög vel og allt í lagi með það en eitthvað fór þetta illa í hann og hann skilaði öllum svalanum sem hann fékk að drekka og var ferlega slappur og fékk ógleðislyf og vildi ekkert borða fyrr en uppúr 18.00. Búið að svelta krakkann frá því í gærkvöldi, hver þolir það.

Bjartmar var hins vegar mjög kátur með að fá að hlaupa þarna um gangana og við þreytt eftir því.

Þannig að það fór allur dagurinn í að bíða og allan þann tíma var okkur aldrei boðið neitt og aldrei sagt svo mikið hvort yrði bið eða ekki, hvað við gætum gert eða hvar við gætum keypt okkur eitthvað að borða. Við reyndar vissum það frá því í vor!

En maður á nú ekki að kvarta yfir þessum smámunum, það hafa örugglega fleiri þurft að fara í aðgerðir en við og þurft að bíða meira.

Sem betur fer gekk þetta bara allt saman vel og við erum komin heim og ætlum að vera heima á morgun og horfa á sjónvarpið. Og þá verð ég auðvitað að segja ykkur að það var playstation þarna og þar sem hún er nú ekki til á heimilinu þá lagðist Sigurgeir í þetta tæki frá kl. 9.30 og alveg þar til hann fór í aðgerðina. Engan veginn hægt að slíta hann úr þessu. En eins og þið vitið nú þá er ég ekki svo ýkja hrifin af þessum tækjum og hann fær eiginlega aldrei að fara í tölvuna hérna af því ég er að "vinna" á hana og þá fór hann bara að gera eitthvað annað. Hann er farinn að fjöldaframleiða teiknaðar myndir og það er alveg ótrúlegt hugmyndaflug sem hann hefur í þeim efnum. Ferlega gaman að sjá þær. Hann er búinn að teikna heilu bækurnar og skrifa sögu með hverri teikningu til að fara með handa vini sínum sem fótbrotnaði. Hann hefur greinilega mjög gaman af þessu þannig að ég held bara áfram að banna honum að fara í tölvuna, virkar greinilega í virkjun á öðru efni.

Selma

föstudagur, febrúar 11, 2005

Gleymin

Þá er búið að storma niður á Landspítala og hitta þar lækna fyrir aðgerðina á mánudaginn og allt gekk það nú vel. Þurfum ekki að koma fyrr en kl. 9.30 á mánudagsmorgunn og vonandi þurfum við ekki að bíða fram að hádegi eins og síðast. Þá svaf sá fyrsti yfir sig..... en við reynum að vakna eldsnemma og hafa okkur klár í slaginn.

Nú svo var flaututími í dag en þar sem minniskubburinn minn er orðinn fullur eða eitthvað þá misminnti mig um tímann hvort það ætti að vera hálf tvö eða tvö svo ég tók sjensinn kl. tvö og það var auðvitað kolrangt. Sigurgeir fékk samt 10 mín. og nú er ég búin að setja þetta í símann minn - minna mig á kl. hvað þetta er á þriðjudögum og föstudögum. Ætla sko ekki að klikka á þessu aftur!
Fimleikarnir núna á milli 16.30 og 18.30 - maður getur bloggað á meðan. Sigurgeir er heila 2 tíma á föstudögum í fimleikum enda sofnar hann yfirleitt yfir Idolinu, enginn smá dagur í lok vikunnar, ég væri eflaust sofnuð fyrir kvöldmat ef dagurinn væri svona hjá mér.

Búin að panta á Línu langsokk á sunnudag fyrir okkur rauðhausana því það á að fara að hætta að sýna hana og ég er löngu búin að lofa að fara með Sigurgeir og af því ég ætla norður um næstu helgi þá verð ég auðvitað að fara núna.

Selma

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Nammi nammi namm

Nammi nammi namm saltkjöt og baunir, allir sem gátu mættu hjá mömmu í gærkvöldi í saltkjöt og baunir. Mikið ofboðslega er þetta góður matur og ég tala nú ekki um þegar maður þarf ekki að gera neitt sjálfur. Þetta var sem sagt mjög notaleg kvöldstund og þótt Bjartmar hafi farið seint að sofa ákvað hann að vakna kl. 6 í morgunn, sennilega ekki þolað þetta saltkjötsát!!! hann reyndar borðaði ekki neitt af því.

Nú en við Sigurgeir söknum auðvitað Blönduóss í kvöld (sem og aðra daga) þar sem þar er grímuball en ekki hér, það er barasta ekkert hér, bara starfsdagur í skólanum og EKKERT um að vera, fúlt..........

Selma

mánudagur, febrúar 07, 2005

Mamma að passa!

Það er nú ekki að spyrja að þessum mömmum þær redda þessu bara. Mamma sem þolir varla hunda kom og var hérna að passa Bjartmar svo við fengjum frið fyrir honum um helgina og auðvitað fylgdi hundapössun með. En hún lét sig hafa það og mikið ofboðslega var gaman á Þorrablóti, ég hef ekki hlegið svona mikið síðan á síðasta blóti s.s. fyrir ári síðan. Við fórum reyndar ekki fyrr en um hádegi á laugardag og vorum komin kl 18.00 í gær í hreint ógeðslegu veðri og það var auðvitað algott fyrir norðan og langverst hérna á Sandskeiðinu og Svínahrauni. Barasta ógeðslegt. Ég hefði ekki viljað vera útigangshross.

Nema hvað ég átti auðvitað eftir að klára verkefnið í fjarnáminu í Iðnskólanum í vefsíðugerðinni þar sem ég átti að skila því í gær. Fékk auðvitað "smá" aðstoð frá Hörpu E. og skellti því svo bara í gegn og steinsofnaði svo bara kl. 22.00. Dí hvað maður verður þreyttur eftir eitt þorrablót. Greinilegt að maður er ekki vanur.

Svo er bara að drífa mömmu heim í dag og reyna að komast í rest af afmæli hjá Þórgný, spurning með bollurnar, ekki nenni ég að baka þær.....

Selma

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Klarinett og blokkflauta

Hér gerist bara ekki neitt þessa dagana nema við erum nú svona að plana að fara norður á þorrablót. Aðalmálið eins og alltaf þegar á að fara eitthvað eru nú blessuð gæludýrin á heimilinu, ekki eitt heldur tvö og nú er enginn Höddi og Sigga í næsta húsi. Varla að maður nenni að drösla þeim, þ.e. hundunum, norður með sér. Slæmt ef maður kemst ekki á blót útaf hundum....

Sigurgeir fór aftur í flaututíma á þriðjudaginn og ég skildi hann auðvitað bara eftir og fór með bílinn í VÍS til að fá beiðni um nýja framrúðu, búið að grýta mig tvisvar á Skagastrandarveginum í haust, hmmmmm. Nema hvað þegar 20 mín eru liðnar þá hringir kennarinn, hann Ian og biður mig að koma. Jæja hugsa ég þetta hefur þá ekki gengið. Þegar ég kem er minn maður bara að spila á fullu á þetta klarinett tæki, sem ég get ekki einu sinni blásið í, og Ian er þvílíkt ánægður með hann. Sigurgeir er búinn að æfa sig alla daga síðan og Bjartmar hjálpar til á blokkflautuna, sérstaklega eyrnvænt!!!

Selma

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar